Vantar þúsundir í byggingargeirann

Þörf er talin á um 2.000 til 5.000 starfsmönnum í …
Þörf er talin á um 2.000 til 5.000 starfsmönnum í byggingariðnaði á næstu árum. mbl.is/Golli

Starfsfólki í byggingariðnaðinum þarf að fjölga um tvö til fimm þúsund á næstu tveimur árum til þess að mæta aukinni eftir skarpa niðursveiflu í kjölfar hrunsins. Eigið fé í greininni er aftur tekið að byggjast upp og veltan farin að aukast.

Skýrsla um stöðu byggingariðnaðar var kynnt á morgunverðarfundi í Húsi atvinnulífsins í dag þar sem fjallað var um niðurstöður úr spurningakönnun sem lögð var fyrir „Stefnumót íslensks byggingariðnaðar“ í nóvember, en það er samstarfshópur innan íslensks byggingariðnaðar. Að honum standa þ.á.m. Samtök iðnaðarins, Mannvirkjastofnun, Félag byggingafulltrúa, Arkitektafélag Íslands, Verkfræðingafélag Íslands, Tæknifræðingafélag Íslands og Nýsköpunarmiðstöð.

Uppræta svarta atvinnustarfsemi

Kallað var eftir frekara samstarfi og stórauknu vægi menntunar og rannsókna. Bent var á að framleiðni og skilvirkni væri ónóg. Þá sagði að umbætur í vinnuskipulagi og reglugerðaumhverfi væru nauðsynlegar auk þess sem fram kom að samstaða væri meðal allra innan greinarinnar um að uppræta svarta atvinnustarfsemi.

„Byggingariðnaðurinn leggur nú 5% til landsframleiðslunnar, en það hlutfall fór upp í 11,6% árið 2006. Nú eru tölurnar að hækka að nýju og land því að rísa. Íslenskur byggingariðnaður býr við meiri sveiflur en sambærilegur iðnaður í öðrum iðnríkjum,“ segir í tilkynningu.

Stjórnvöld ýkja sveiflur

Þá var talið að aðkoma stjórnvalda hafi ýkt uppsveiflur í byggingastarfsemi og orðið til þess að aðlögunin í niðursveiflum hafi verið brattari. Mikilvægt væri að undirliggjandi efnahagsþættir verði grundvöllur vaxtar í byggingariðnaði fremur en aðgerðir stjórnvalda. Auka þurfi framleiðni í byggingariðnaði sem vinnst samfara auknum stöðugleika og fyrirsjáanleika í íslensku efnahagslífi. „Slík skilyrði skapast með bættri hagstjórn,“ segir í tilkynningu. 

Samstaða ríkir um að uppræta svarta atvinnustarfsemi innan byggingargeirans.
Samstaða ríkir um að uppræta svarta atvinnustarfsemi innan byggingargeirans. Kristján Kristjánsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK