Launahækkun skilar sér ekki endilega

Flestir kjarasamningar ASÍ og SA losna 28. febrúar og fjöldi …
Flestir kjarasamningar ASÍ og SA losna 28. febrúar og fjöldi annarra samninga rennur sitt skeið í apríl. mbl.is/Golli

Niðurstaða kjarasamninga mun ekki einungis hafa áhrif á verðstöðugleika og raungengi heldur einnig fjölgun starfa á vinnumarkaði og atvinnuleysi. Of miklar launahækkanir geta hægt á þeim bata sem við höfum séð undanfarið og við samningsgerð þarf að hafa í huga þau áhrif sem niðurstaða kjarasamninga mun hafa á verðlag, raungengi og þróun vinnumarkaðar.

Þetta kemur fram í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka þar sem bent er á að kaupmáttur launa jókst að meðaltali um 2,9% á ári frá 2011 til 2013 en um 3,7% árið 2014. Ef horft er á þróun kaupmáttar frá ársbyrjun 2014 til ársloka er kaupmáttaraukningin enn meiri eða 5,8%.

Kjarasamningarnir 2011 fólu í sér samtals 11,4% almenna launahækkun yfir þriggja ára tímabil og frá maí 2011 til maí 2013 hækkaði launavísitalan um 17,1%. Til samanburðar byggðu samningarnir 2014 á 2,8% almennri launahækkun á eins árs tímabili og á sama tíma hækkaði launavísitalan um 6,6%.

Nafnlaunahækkanir skila ekki endilega auknum kaupmætti

„Það er því alls ekki sjálfgefið að miklar nafnlaunahækkanir skili sér í auknum kaupmætti en það er nokkuð víst að þróun nafnlauna eins og hún var 2011 er líkleg til að kynda undir verðbólgu, leiða af sér vaxtahækkanir, hækka fjármagnskostnað almennings og fyrirtækja, lækka rauntekjur ríkis og sveitarfélaga og draga úr samkeppnishæfni hagkerfisins í gegnum sterkara raungengi,“ segir í markaðspunktum.

Laun hækka umfram framleiðnivöxt

Til lengri tíma litið þarf hækkun nafnlauna að meðaltali að vera í takt við framleiðnivöxt í hagkerfinu til að verðstöðugleika sé ekki ógnað. Þróunin hér á landi undanfarinn áratug hefur verið á þann veg að laun hafa hækkað töluvert umfram framleiðnivöxt. Frá árinu 2005 til 2012 hækkaði launakostnaður á framleidda einingu um 13,1% í Evrópu en á sama tíma var hækkunin yfir 51% hér á landi. Slík launaþróun hefur óneitanlega þau áhrif að þrýstingur skapast á verðlag og raungengi til lengri tíma litið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK