Adidas lokar 200 verslunum

AFP

„Við höfum verið með ráðandi markaðshlutdeild og niðursveifla í efnahagslífinu hefur haft mikil áhrif á reksturinn og dregið úr eftirspurn,“ er haft eftir forstjóra Adidas, Herbert Heiner, í frétt CNN.

Adidas hefur gripið til þess að loka tvö hundruð verslunum fyrirtækisins í Rússlandi sökum síversnandi efnahagsástands þar í landi en fyrir voru verslanirnar um eitt þúsund talsins.

Efnahagslífið í Rússlandi hefur fengið slæma útreið í vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu og viðskiptaþvingana Vesturveldanna en rúblan hefur fallið um fjörtíu prósent gagnvart Bandaríkjadal á síðastliðnum sex mánuðum. Talið er að landsframleiðsla muni dragast saman um fimm prósent á þessu ári auk þess sem verðbólga muni aukast.

Adidas er ekki fyrsta fyrirtækið til þess að yfirgefa Rússland alfarið eða að hluta en tískufyrirtækin Espirit, Lindex og River Island hafa meðal annars sagst ætla að loka öllum verslunum í landinu.

Frétt CNN Money.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK