Eyddu 2 milljörðum í náttúruskoðun

Haldið í hvalaskoðun í Grindavík
Haldið í hvalaskoðun í Grindavík mbl.is/Ómar Óskarsson

Ferðamenn vörðu rúmum tveimur milljörðum króna í ferðir tengdar náttúruskoðun í febrúar. Mikil aukning hefur orðið í þessum útgjaldalið og er þetta um 87,3% aukning frá fyrra ári. Þarna undir falla t.d. rútuferðir með leiðsögn, jöklaferðir, útsýnisferðir, hvalaskoðun og fljótasiglingar.

Þetta kemur fram í tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar um kortaveltu ferðamanna í febrúar. Hæstu upphæðum erlendrar kortaveltu var varið fyrrnefnda tegund ferðaþjónustu á fyrstu tveimur mánuðum ársins og mestur vöxtur er í henni. 

Þessi þjónusta veltir orðið mun hærri upphæðum en gistiþjónusta, sem fram að þessu hefur verið sá liður ferðaþjónustunnar sem erlendir ferðamenn hafa greitt mest fyrir með kortum sínum. Samt sem áður nam erlend kortavelta fyrir gistingu rúmum 1,5 milljarði króna í febrúar sem er 46,7% hærri upphæð en í febrúar í fyrra.

Útivistarfatnaður er uppistaðan í fataverslun erlendra ferðamanna en sú velta nam um 205 milljónum króna í febrúar. Þá keyptu útlendingar matvörur í verslunum fyrir 184 milljónir króna sem er fjórðungsaukning frá febrúar í fyrra.

Svisslendingar eyða mest

Hver erlendur ferðamaður greiddi að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 112 þúsundir króna í febrúar sem er 3,5% hærri upphæð en í febrúar í fyrra en að teknu tilliti til verðlagsbreytinga á síðustu 12 mánuðum nam breytingin 2,7% milli ára. 

Ferðamenn frá Sviss keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum eða 234 þúsund krónur á hvern ferðamann að jafnaði. Spánverjar fylgja þar fast á eftir með 217 þúsund krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK