Bernanke bloggar í fyrsta sinn

Ben Bernanke, fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna. AFP

Ben Bernanke, fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna, er byrjaður að blogga. Hann skrifaði sinn fyrsta pistil á vef Brookings-stofnunarinnar, þar sem hann starfar, í morgun.

Eins og kunnugt er lét Bernanke af störfum sem seðlabankastjóri í upphafi síðasta árs. Janet Yellen, sem hafði verið honum innan handar sem aðstoðarseðlabankastjóri, tók við starfinu. Var hún þar með fyrsta konan til að leiða þessa valdamiklu stofnun.

Bernanke segir að nú, þegar hann sé orðinn „óbreyttur borgari“, geti hann tjáð sig um hin ýmsu efnahagslegu málefni án þess að vera undir smásjánni hjá fjárfestum og fjármálagreinendum. Bindur hann sérstaklega vonir við að skrif hans verði fræðandi fyrir lesendur.

Í dag skrifaði hann tvo pistla, en í þeim síðari reynir hann að útskýra af hverju vextir séu eins lágir víða um heim og raun ber vitni.

Eftir tímann hjá Seðlabanka Bandaríkjanna sneri Bernanke sér alfarið að fræðastörfum, en hann hefur starfað hjá Brookings-stofnuninni, sem er ein elsta hugveitan í Washington-borg, undafarna mánuði.

Þess má einnig geta að bankastjórinn fyrrverandi byrjaði á Twitter í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK