Hampiðjan greiðir 326 milljónir í arð

Stærstu hluthafar Hampiðjunnar eru félagið Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus …
Stærstu hluthafar Hampiðjunnar eru félagið Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. mbl.is/Árni Sæberg

Samþykkt var að greiða 326 milljónir króna í arð á aðalfundi Hampiðjunnar á föstudaginn. Jafnframt var samþykkt að veita stjórn félagsins heimild til kaupa á 10% af eigin hlutfé.

Sjálfkjörið var í stjórn félagsins en stjórnarmenn eru: Vilhjálmur Vilhjálmsson, stjórnarformaður, Kristján Loftsson, Auður Kristín Árnadóttir, Guðmundur Ásgeirsson og Sigrún Þorleifsdóttir.

Á fundinum var samþykkt 1,2 milljóna króna þóknun til stjórnarmanna fyrir árið en þreföld uppæð, eða 3,6 milljónir, fyrir stjórnarformanninn.

Arðurinn verður greiddur í viku 19 en síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 27. mars, þ.e. viðskipti sem fara fram á þeim degi koma fram í hlutaskrá félagsins á arðsréttindadeginum 31.mars. Arðleysisdagurinn er 30.mars.

Stærstu hluthafar Hampiðjunnar eru félagið Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf., sem er að mestu í eigu Kristjáns og Birnu Lofts­barna­ og Krist­ín­ar, Sig­ríðar og Árna Vil­hjálms­barna. Vogun hf. er þá í eigu Hvals hf., þar sem stærsti hluthafinn er Fiskveiðihlutafélagið Venus.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK