Vantaði 3,3 milljarða hjá Reykjavík

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rekstur Reykjavíkurborgar var jákvæður um 11,1 milljarð króna á árinu 2014 og er niðurstaðan um tæpum 3 milljörðum betri en gert var ráð fyrir

Helstu ástæður má rekja annars vegar til tekjufærslu matsbreytinga fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum og hins vegar til áhrifa fjármagnsgjalda hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Þar vegur þyngst lækkun vaxtagjalda vegna lækkunar vaxtaberandi skulda. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 15,5 milljarða króna sem er tæpum 2,8 milljörðum króna lakari niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Það skýrist meðal annars af hækkun launakostnaðar.

Heildareignir námu í árslok samtals 504 milljörðum króna en heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 287 milljarðar. Eigið fé nam 217 milljörðum króna en þar af nam hlutdeild meðeigenda 11,2 milljörðum.

Þetta kemur fram í ársreikningi borgarinnar.

Vantaði 3,3 milljarða í A-hluta

Mikill munur var á rekstrarniðurstöðu A-hluta miðað við áætlanir. Reksturinn var neikvæður um 2,8 milljarða króna en gert var ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 488 milljónir króna. Munurinn nemur alls um 3,3 milljörðum króna.

Lakari rekstrarniðurstaða skýrist meðal annars af minni tekjum af sölu byggingaréttar eða 1,2 milljarði króna undir áætlun, hærri gjaldfærslu lífeyrisskuldbindingar eða um einum milljarði yfir áætlun og hækkun launakostnaðar umfram áætlun um 961 milljón króna. 

Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, þ.e. rekstur fagsviða, Eignasjóð og Bílastæðasjóð. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK