Með stimpilklukkuna í símanum

Baldvin Þór segir algengt að íslensk fyrirtæki noti 5-6 forrit …
Baldvin Þór segir algengt að íslensk fyrirtæki noti 5-6 forrit til daglegs utanumhalds, með miklum tilkostnaði og misjöfnum árangri.

Curio Office (www.curiooffice.com) er nýr íslenskur hugbúnaður sem heldur á þægilegan og skilvirkan hátt utan um verkefnastjórnun og hvers kyns fyrirtækjarekstur.

Curio hefur m.a. að geyma einfalt bókhalds- og reikningakerfi, gagnsætt og fjölhæft verkefnastjórnunarkerfi, samskiptakerfi, stimpilklukku og tímaskráningu.

Curio var þróað hjá auglýsinga- og vefhönnunarfyrirtækinu Betri stofunni en síðustu áramót var nýtt fyrirtæki, Kreativ Online, stofnað í kringum hugbúnaðinn. Kreativ hefur einnig þróað snotra stimpilklukku á netinu sem má prufa á slóðinni www.curiotime.com, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK