Lánshæfi Orkuveitunnar styrkist um tvö þrep

Orkuveita Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur. mbl.is/Árni

Lánshæfismatsfyrirtækið Reitun hefur hækkað lánshæfiseinkunn Orkuveitu Reykjavíkur um tvö þrep, úr i.A3 í i.A1. Gangi áætlanir Orkuveitunnar eftir er rúm til frekari hækkunar á lánshæfiseinkunninni.

„Horfum í lánshæfi Orkuveitunnar var breytt í jákvæðar í janúar sl. og staðfesti uppgjör félagsins þá þróun sem væntingar stóðu til um. Áframhaldandi styrking á fjárhagsstöðu félagsins, trúverðug fjárhagsáætlun ásamt góðum árangri í að ná markmiðum Plansins og staðfesta stjórnar og stjórnenda er ástæða þess að einkunn félagsins hækkar um tvö þrep,“ segir í mati Reitunar á Orkuveitunni.

„Samhliða batnandi fjárhagsstöðu og minni áhættu vinnur félagið áfram að aðgerðum til aukins fjárhagslegs svigrúms eins og fram kemur í fjárhagsáætlun þess. Framundan er m.a. fjármögnun sem ætti að styrkja veltufjárhlutfall fyrirtækisins. Svigrúm er til áframhaldandi styrkingar á lánshæfi félagsins gangi markmið og áætlun þess eftir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK