Reitir vinsælastir í Kauphöllinni

Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, hringdi félagið í Kauphöllina í apríl.
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, hringdi félagið í Kauphöllina í apríl. Rax / Ragnar Axelsson

Heildarviðskipti með hlutabréf í aprílmánuði námu 24,7 milljörðum króna eða tæpum 1,4 milljörðum á dag. Það er 47% hækkun frá fyrri mánuði, en í mars námu viðskipti með hutabréf 935 milljónum á dag. Þetta er 20% lækkun á milli ára.

Mest voru viðskipti með bréf Reita fasteignafélags, eða sem námu um 7,3 milljörðum króna. Næstmest viðskipti voru með bréf Marel, eða alls rúmir 5,5 milljarðar króna. Þá námu viðskipti með bréf Icelandair Group alls tæpum 4,4 milljörðum króna, HB Granda 1,4 milljörðum og N1 936 milljónum króna.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,96% á milli mánaða og stendur nú í 1.382 stigum.

Á Aðalmarkaði Kauphallarinnar var Landsbankinn með mestu hlutdeildina, 49,3%, Arion banki með 15,1% og Íslandsbanki með 12,1%.

Í lok apríl voru hlutabréf 19 félaga skráð á Aðalmarkaði og Nasdaq First North á Íslandi. þar af tvö félög nýskráð á Aðalmarkað í apríl, Reitir fasteignafélag og Eik fasteignafélag.  Nemur heildarmarkaðsvirði skráðra félaga 803 milljörðum króna (samanborið við 724 milljarða í mars).

Heildarviðskipti með skuldabréf námu 88 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar 4,9 milljarða veltu á dag. Þetta er 43% lækkun frá fyrri mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK