Viðsnúningur hjá Valitor

Höfuðstöðvar Valitor í Dalshrauni í Hafnarfirði.
Höfuðstöðvar Valitor í Dalshrauni í Hafnarfirði.

Hagnaður varð af rekstri Valitor fyrir skatta á árinu 2014 að upphæð 394 milljónir króna sem er viðsnúningur frá fyrra ári, þegar 241 milljón króna tap varð á starfseminni.

Þar munar mest um auknar  rekstrartekjur erlendis sem námu um 35% af tekjum félagsins í árslok. Í afkomutilkynningu segir að rekstrarniðurstaðan teljist vel viðunandi í ljósi þess að á árinu voru gjaldfærðar um 450 milljónir króna vegna sekta og tengdra mála er varða rekstur á árunum 2002 til 2009, jafnframt því sem mikið uppbyggingarstarf átti sér stað á mörkuðum erlendis.

Rekstrartekjur Valitor námu 8,5 milljörðum króna og jukust um 1,4 milljarða, eða sem nemur 20% frá fyrra ári. Rekstrargjöld voru 8,1 milljarðar og hækkuðu um 16% á milli ára. EBITDA ársins 2014 nam því 765 milljónum en var 402 milljónir árið 2013. 

Kraftur í starfsemi erlendis

Mikill kraftur var í starfsemi Valitor erlendis á árinu. Veruleg aukning varð á þjónustu við kaupmenn á Bretlandi og Írlandi á sviði hefðbundinna posaviðskipta. Valitor stofnaði sölu- og markaðsfyrirtæki í Bretlandi í samstarfi við heimamenn til að markaðssetja lausnir til minni og meðalstórra fyrirtækja. Í lok árs keypti Valitor danska greiðslumiðlunarfélagið Altapay til að styrkja framboð þjónustu og markaðstarf á Norðurlöndunum, jafnframt eflingu vöruframboðs á færsluhirðingamarkaði netviðskipta í Evrópu.

„Viðsnúningur í rekstri Valitor skýrist fyrst og fremst af farsælli stefnumótun varðandi færsluhirðingu félagsins erlendis en þar jukust þjónustutekjur yfir 80% milli ára,“ er haft eftir Viðar Þorkelssyni, forstjóra Valitor, í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK