Stofnar fyrirtæki með stórstjörnum

Brian Lee og Jessica Alba.
Brian Lee og Jessica Alba. Mynd/The Honest Company

Fjárfestirinn Brian Lee veit hversu mikils virði þekkt nafn getur verið. Hann stofnaði fyrirtækin ShoeDazzle með Kim Kardashian og The Honest Company með Jessicu Alba en þau eru bæði metin á milljarða í dag.

Auk þessa stofnaði hann fyrirtækið LegalZoom, þar sem almenningur getur nálgast lögfræðileg skjöl á netinu - líkt og erfðaskrár og samninga, og sniðið að eigin þörfum, fyrir mun minni pening en það kostar að ráða lögmann. 

Lee er skattalögfræðingur að mennt en í samtali við CNN segist hann ekki hafa notið sín í starfinu. „Ég vissi alltaf að mig langaði að stofna eitthvað en vissi bara ekki hvað það var,“ sagði hann. 

Lee og vinur hans fjárfestu báðir í sprotafyrirtækinu og Lee hafði þar að auki samband við lögmanninn Robert Sharpiro, sem einna þekktastur er fyrir að hafa verið verjandi O.J. Simpson. „Hann svaraði og lagði nánast samstundis á,“ segir Lee. „Ég öskraði: BÍDDU!“ Í lok samtalsins var Sharpiro orðinn meðeigandi en í dag eru viðskiptavinir fyrirtækisins um þrjár milljónir talsins.

Eiginkonan kveikti hugmyndina

Hugmyndin að næsta fyrirtæki kviknaði út frá skókaupum eiginkonu Lee. Sharpiro kom Lee þá í samband við Kim Kardashian og þau stofnuðu netverslunina ShoeDazzle.

Í gegnum Shoedazzle gerist fólk áskrifendur að skóm. Áskrifendur greiða tæpa 40 dollara, eða um 5.400 krónur, fyrir að fá skópar, sérsniðið að sínum smekk, sent heim að dyrum. Netverslunin JustFab keypti Shoedazzle árið 2013.

Síðasta viðskiptaævintýri Lee er með leikkonunni Jessicu Alba, en líkt og mbl greindi frá á dögunum, stofnaði hún fyrirtækið The Honest Company fyrir nokkrum árum. Lee á fyrirtækið með Alba og í samtali við CNN segir hann að það hafi alfarið verið hennar hugarfóstur. Hins vegar hafi hana skort meiri viðskiptaþekkingu. Þar kom Lee að gagni.

Frétt mbl.is: Viðskiptajöfurinn Jessica Alba

Í myndbandinu ræðir Lee um Shoedazzle og The Honest Company:

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/RE5HxiLpxd0" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
Pabbi Kim Kardashian var einnig í verjendateymi O.J Simpson. Sharpiro …
Pabbi Kim Kardashian var einnig í verjendateymi O.J Simpson. Sharpiro kom Lee í samband við Kim. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK