Ný útgáfa af Já appinu

Mynd/Já.is

Ný útgáfa af Já.is appinu fyrir Android síma kom út í dag. Helstu nýjungar í þessari útgáfu er að nú gefst notendum kostur á nafnabirtingu sem felst í því að appið birtir upplýsingar um þann sem hringir áður en notandi svarar.

Með þessari nýju útgáfu af appinu er Já Núna appið leyst af hólmi. Jafnframt hafa verið gerðar breytingar á appinu þannig að það birtir það sem er vinsælast hjá notendum hverju sinni og hvaða fyrirtæki eru í nágrenni við notanda. Enn fremur geta notendur skoðað leitarsögu sína og símtalaskrá. Appið er án endurgjalds og er ókeypis að fletta upp í því líkt á vefsíðu Já. Ríflega hundrað manns tóku þátt í notendaprófunum á nýja Android appinu.

Uppfærsla fyrir iOS innan tíðar

Frá því á árinu 2010 hefur Android notendum staðið til boða Já Núna appið. Okkur þótti tímabært að einfalda þjónustuna og sameina þessi tvö öpp. Notendur hafa tekið þessari breytingu fagnandi og ekki síður öðrum breytingum á appinu en nú getur notandi meðal annars skoðað leitar- og símtalasögu sína ásamt því sem appið birtir hvað er vinsælast hverju sinni“ er haft eftir Margréti Gunnlaugsdóttur, vöru- og viðskiptaþróunarstjóra Já, í tilkynningu.

„Ný útgáfa fyrir iOS notendur mun verða fáanleg innan tíðar en sú útgáfa mun þó ekki innihalda númerabirtingu vegna takmarkana í stýrikerfinu sem heimilar ekki uppflettingu í símtalaskrá.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK