Hótel mun rísa á Landssímareit

Fyrirhugað er að hótel verði byggt á þessum stað, á …
Fyrirhugað er að hótel verði byggt á þessum stað, á svokölluðum Landsímareit. Rósa Braga

Lindarvatn ehf., eigandi fasteigna á Landsímareitnum, hefur nýtt undanfarna mánuði til að kanna nánar möguleika á þróun og nýtingu eignanna. Niðurstaða þeirrar vinnu er að halda áfram með áform um hóteluppbyggingu á reitnum.

Í tilkynningu frá félaginu segir að liður í þessari vinnu hafi verið að ná saman við Alþingi um að falla frá kæru vegna deiliskipulags um reitinn og hefur slíkt samkomulag nú náðst.

Mun eigandi eignarinnar því hefja vinnu á næstunni við hönnun, skipulag og útlit á hóteli í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg. Þá mun félagið fara í viðræður við mögulega rekstraraðila hótels.

Auk þess hefur félagið gengið frá samningum við nýjan rekstraraðila NASA, sem hyggst opna í ágúst.

Líkt og mbl hefur áður greint frá er það er Ásgeir Kol­beins­son sem fer fyr­ir eig­enda­hópi nýja félagsins, sem var stofnað um rekstur Nasa. Áætlað er að gera margvíslegar skipu­lags­breyt­ing­ar á hús­inu er hugsunin að hámarka notk­un­ar­mögu­leik­a þess á sama tíma og húsnæðinu verður sýnd virðing. 

Frétt mbl.is: Nýtt félag stofnað um rekstur Nasa

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK