Reitir keyptu Hótel Ísland

Kranar við Hótel Ísland
Kranar við Hótel Ísland mbl.is/Golli

Hagnaður Reita á fyrsta ársfjórðungi nam 834 milljónum króna samanborið við 563 milljónir á sama tíma í fyrra. Leigutekjurnar námu um 2,1 milljarði samanborið við rétt rúma 2 milljarða á síðasta ári.

Virði fjárfestingareigna jókst þá um 447 milljónir á tímabilinu og var 101,5 milljarði króna. Eigið fé í lok tímabilsins var 40,9 milljarðar. 

Í afkomutilkynningu segir að áætlað sé að rekstrartekjur verði á bilinu 8,8 milljarðar króna til 8,9 milljarðar og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og fjármagnsliði verði á bilinu 6,2 til 6,3 milljarðar króna. Hækkun frá fyrri áætlun má að stærstum hluta rekja til áhrifa af kaupum félagsins á Hótel Íslandi.

3,7 milljarða fjárfesting

Í upphafi annars árfjórðungs keypti Reitir félagið Hótel Ísland ehf., sem á fasteignina að Ármúla 9 í Reykjavík. Um er að ræða rúmlega 9.300 fermetra hótelbyggingu sem mun hýsa hefðbundið ferðamannahótel, sjúkrahótel og heilsutengda starfsemi.

Umfangsmiklar framkvæmdir standa yfir í hluta húsnæðisins og eru verklok áætluð í júní 2015.

Áætluð heildarfjárfesting er 3,7 milljarðar króna og samanstendur af kaupverði einkahlutafélagsins og yfirtöku á framkvæmdakostnaði vegna yfirstandandi framkvæmda, en hluti fjárfestingarinnar fellur til á næstu 5 árum.

Kaupin á Hótel Íslandi er áhugaverð fjárfesting fyrir Reiti en um er að ræða hótel sem hefur þá sérstöðu að þar er hefðbundið hótel fyrir ferðamenn en einnig sjúkra- og heilsuhótel með fyrsta flokks lækningamiðstöð í þeim hluta húsnæðisins sem áður hýsti skemmtistaðinn Broadway. Starfsemi leigutakans fer því fram á tveimur ört stækkandi mörkuðum, í ferðaþjónustu annars vegar og heilsutengdri starfsemi hins vegar,“ sagði Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, um kaupin.

Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita.
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK