Bjarki Gunnlaugsson gjaldþrota

Bjarki Gunnlaugsson
Bjarki Gunnlaugsson

Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, fyrrum fótboltamaður og fjárfestir, var úrskurðaður gjaldþrota  15. júní síðastliðinn. Bjarki hefur ásamt bróður sínum, Arnari, verið umsvifamikill í viðskiptalífinu á síðustu árum.

Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að kröfuhafar hafi þrjá mánuði til þess að lýsa kröfum í búið.

Ekki náðist í Bjarka við vinnslu fréttarinnar en líkt og að framan greinir hefur Bjarki verið áberandi í viðskiptalífinu. 

Stórtækur í byggingarframkvæmdum

Tví­bura­bræðurn­ir Arn­ar og Bjarki áttu m.a. um tíma hlut í fé­lag­inu Hanza-hópurinn ehf., en seldu hann frá sér árið 2007 til félagsins Merlu ehf., sem er fé­lag Ró­berts Melax, stofn­anda Lyfju og annars meðlim­ar í Hanza-hópn­um.

Félagið var stór­tækt í bygg­ing­ar­fram­kvæmd­um í aðdrag­anda hruns­ins og var um tíma eig­andi fjöl­býl­is­húsa­verk­efn­is á Arn­ar­nes­hæð í Garðabæ. Þá stóð fé­lagið einnig fyr­ir fram­kvæmd­un­um á Rafha-reitn­um í Hafnar­f­irði og end­ur­bygg­ingu gamla DV-húss­ins að Þver­holti 11, fram­kvæmd­ir sem fé­lagið Þver­holt 11 ehf. hélt utan um, en Hanza-hópurinn var eigandi þess félags.

Á árinu 2008 stofnuðu bræðurnir þá fjárfestingarfélagið PODA Investments ásamt Birni Steinbekk. Félagið var stofnað til þess að byggja og selja umhverfisvæn einbýlishús á Florida.

Á árinu 2012 byggðu bræðurnir tvö ný raðhús á Þórshöfn í gegnum leigufélagið V Laugavegur, sem var í þeirra eigu. Sveitarfélagið Langanesbyggð gerði síðan 10 ára leigusamning við leigufélagið.

Á síðasta ári keypti félag í eigu bræðranna einnig tvö fjölbýlishús af Íbúðalánasjóði á Selfossi en samkvæmt frétt Sunnlenska fréttablaðsins ætluðu þeir að leigja þær út. Samkvæmt heimildum blaðsins var kaupverðið vel á sjötta hundrað milljóna króna.

Sjálfsskuldaábyrgð á Domo

Bræðurnir hafa þá einnig átt veitingastaðinn Domo, sem var í Þingholtsstræti. Staðinn áttu þeir ásamt Kormáki Geirharðssyni og Skildi Sigurjónssyni, sem kenndir eru við Ölstofuna, í gegnum félagið Kolskegg. Bjarki keypti staðinn af félaginu í desember 2009 en kaupin rötuðu fyrir Hæstarétt árið 2013 vegna sjálfsskuldarábyrgðar á skuldabréfum.

Í kaupsamningi hafði komið fram að Bjarki tæki yfir skuld félagsins við Landsbankann en hún var grundvölluð á fjórum skuldabréfum, samtals að fjárhæð um 36 milljónir króna. Kveðið var á um að Bjarki yrði í sjálfskuldarábyrgð fyrir 26 milljónum króna en allir saman voru í ábyrgð fyrir 10 milljónum.

Þegar vanskil urðu á bréfinu kröfðust þeir þess að sjálfskuldaábyrgðin yrði felld niður. Bankinn varð ekki við því og fjórmenningarnir höfðuðu því mál en Hæstiréttur féllst ekki á rök þeirra og staðfesti ábyrgðina.

Með umboðsskrifstofu í dag

Bjarki hefur einnig átt farsælan fótboltaferil og m.a. leikið með liðunum FH, KR, Val, ÍA.

Á árinu 2011 stofnaði hann umboðsskrifstofuna Total Football ásamt umboðsmanninum Magnúsi Agnari Magnússyni, fótboltamanninum Arnóri Guðjohnsen og Arnari bróður sínum.

Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir voru eigendur að félaginu Hanza-hópurinn …
Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir voru eigendur að félaginu Hanza-hópurinn ehf. Árni Sæberg
Frá Akrahverfinu sem Hanza-hópurinn fjárfesti í.
Frá Akrahverfinu sem Hanza-hópurinn fjárfesti í. mbl.is/Kristinn Benediktsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK