Kaldhæðni eykur vinnusemi

Kaldhæðni skilar sér oft ekki skriflega og því þarf oft …
Kaldhæðni skilar sér oft ekki skriflega og því þarf oft að nálgast hana varlega. mbl.is/Árni Sæberg

rannsókn sem var gerð við viðskiptadeildina í Harvard bendir til þess að starfsfólk vinni betur í kaldhæðnu umhverfi. Kaldhæðnin eykur sköpunargleði og fær starfsmenn til þess að hugsa út fyrir kassann.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem húmor og léttleiki er tengdur við árangur í starfi þar sem fleiri rannsóknir hafa sýnt að hlátur og gleði geri fólk almennt lausnamiðaðra og auki vinnusemi. Þekkt fyrirtæki á borð við Google hafa nýtt sér þetta og skapað létt umhverfi.

Í rannsókninni var þrjú hundruð manna úrtak skoðað en hópnum var skipt í tvennt þar sem talað var við þátttakendur í öðrum hópnum með kaldhæðnum undirtón áður en þeir fengu verkefni. Síðan var lagt mat á sköpunargleðina með því að spyrja fólk um orðatengingar og annað.

Í ljós kom að kaldhæðni hópurinn stóð sig betur og var almennt meira skapandi.

Í samtali við Quartz segir sálfræðingurinn Ella Miron-Spektor að kaldhæðnin henti þó ekki öllum þar sem sumir skilji hana ekki. Kaldhæðnin gæti þá haft neikvæð áhrif á samband fólks.

Rannsóknina má skoða hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK