50 Cent eyðir 15 milljónum á mánuði

Rapparinn 50 Cent.
Rapparinn 50 Cent. AFP

Rapparinn 50 Cent segist eyða um 108 þúsundum dala, sem jafngildir um 14,5 milljónum íslenskra króna, í hverjum mánuði. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í gjaldþrotabeiðni hans.

Eins og kunnugt er hefur rapparinn óskað eftir gjaldþrotaskiptum.

Mánaðarlegar tekjur hans nema um 185 þúsundum dala, sem jafngildir um 24,8 milljónum króna, en þær samanstanda fyrst og fremst af höfundarlaunum og arði af fjárfestingum hans. Þá eyðir hann um 72 þúsundum dala í viðhald á glæsivillu sinni, að því er segir í frétt USA Today.

Húsið er með 21 svefn­her­bergi, 24 baðher­bergj­um, skemmti­stað, bíósal, körfu­bolta­velli, sund­laug og stórri jörð. 

Rapparinn óskaði eftir gjaldþrotaskiptum eftir að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða konu, sem hann deildi kynlífsmyndbandi af á internetinu, um 668 milljónir króna.

Sam­kvæmt máls­gögn­um nema skuld­ir hans fimmtíu millj­ón­um dala.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK