57,3% eigna verðtryggð húsnæðislán

Hinn 30. september síðastliðinn var 57,3% af verðtryggðum eignum bankanna þriggja verðtryggð húsnæðislán. Kemur þetta fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn frá Elsu Láru Arnardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins.

Þingmaðurinn spurði einnig hversu hátt hlutfall af verðtryggðum eignum sömu banka eru önnur verðtryggð lán til heimila landsins og er það, samkvæmt svari ráðherra, 6,4%.

Í svari ráðherrans kemur fram að svörin byggjast á upplýsingum frá Seðlabanka Íslands en forsendur þeirra eru:

a) Gert er ráð fyrir að hér sé spurt um Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann, hlutfall verðtryggðra lána þeirra til heimila annars vegar með veði í fasteignum og hins vegar án veðs í fasteignum.

b) Verðtryggðar eignir þessara þriggja banka eru þær eignir sem eru sérstaklega aðgreinanlegar sem verðtryggðar í efnahagi bankanna á móðurfélagsgrunni. Aðrar eignir í efnahag bankanna eru ekki sérstaklega sundurliðaðar í verðtryggðar eða óverðtryggðar eignir og koma því ekki fram í heildareignum þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK