Noregsflug gæti hækkað í verði

Farþegi sem flýgur héðan til Noregs myndi aðeins borga skattinn …
Farþegi sem flýgur héðan til Noregs myndi aðeins borga skattinn á heimleiðinni. AFP

Ríkisstjórn Noregs hefur boðað nýjan flugmiðaskatt á næsta ári. Skatturinn mun hækka flugverð og munu líklega margir hér á landi finna fyrir þeirri hækkun þar sem flugleiðin er sú þriðja vinsælasta á Keflavíkurflugvelli.

Túristi greinir frá þessu. Í fjárlögum norska ríkisins fyrir næsta ár er reiknað með tekjum upp á rúman milljarð norskra króna vegna nýs farþegaskatts sem byrja á að innheimta þann 1. apríl nk.

Gjaldið nemur 80 norskum krónum en ofan á það bætist svo virðisaukaskattur upp á tíund og heildargjaldið verður þar af leiðandi 88 norskar sem samsvarar um 1.340 íslenskum krónum.

Skatturinn verður aðeins lagður á þá farþega sem fljúga frá norskum flugvöllum en ekki á þá sem koma til Noregs. Farþegi sem flýgur héðan til Noregs myndi því aðeins borga skattinn á heimleiðinni.

Samkvæmt Túrista hafa forsvarsmenn Norwegian og SAS þegar gefið út að skatturinn muni mjög líklega skila sér út í verðlagið að öllu leyti. Ódýrustu flugmiðar Norwegian til Íslands, sem hafa jafnan verið ódýrastir, hafa hingað til kostað 399 norskar krónur.

Eftir nýja farþegaskattinn gæti fargjaldið því að minnsta kosti farið upp í 487 norskar, eða sem jafngildir 7.420 krónum og 22 prósenta hækkun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK