Kaupmáttaraukning eins og árið 2007

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Seðlabankinn gerir ráð fyrir að einkaneysla hafi vaxið um 4,9% á síðasta ári og segir í Peningamálum, sem komu út í dag, að slíkt endurspegli mikla kaupmáttaraukningu, bætta eiginfjárstöðu heimila og aukna bjartsýni þeirra. Gerir bankinn ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi aukist um tæplega 8% í fyrra og muni aukast um tæplega 9% í ár. Það er mesta aukning á einu ári frá því árið 2007.

Í Peningamálum segir að ein meginstoð hagvaxtar síðasta árs hafi verið einkaneysla, en hagfelld skilyrði juku eftirspurn heimila mikið. Vöxturinn á fyrstu þremur fjórðungum ársins var 4,6%, en hátíðnivísbendingar á borð við nýskráningar bifreiða og greiðslukortavelta benda til þess að bætt hafi í vöxtinn undir lok ársins og gerir bankinn nú ráð fyrir að hann hafi verið 4,9% eins og áður segir.

Á næsta ári gerir bankinn ráð fyrir að einkaneysla aukist um ríflega 5%, en það er einu prósentustigi meira en gert var ráð fyrir í nóvember í síðustu spá bankans.

Þar sem ráðstöfunartekjur heimila eru taldar hafa aukist umfram vöxt einkaneyslu gerir bankinn ráð fyrir að sparnaður heimila hafi einnig aukist og gerir bankinn ráð fyrir að sparnaðurinn aukist enn frekar á þessu ári. Segir í Peningamálum að vergur þjóðhagslegur sparnaður sé nú hár í sögulegu samhengi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK