Lánasjóður sveitarfélaga hagnast um 700 milljónir

Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga.
Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga.

Lánasjóður sveitarfélaga hagnaðist um 700 milljónir á fyrri hluta ársins. Þetta er 69% hækkun milli ára, en á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 414 milljónum. Heildareignir sjóðsins drógust saman frá áramótum, úr 77.111 milljónum í fyrra í 76.719 milljónir við lok tímabilsins í ár. Eigið fé hefur aftur á móti hækkað og nemur nú 16.889 milljónum á móti 16.712 milljónum í fyrra.

Heildarútlán sjóðsins námu 71.045 milljónum króna í lok tímabilsins í ár samanborið við 71.574 í árslok 2015.

Í tilkynningu frá sjóðnum segir að stefnt sé að svipuðum rekstri áfram og undanfarin ár, þ.e. að nýta lánstraust sjóðsins til að útvega sveitarfélögum lánsfé á hagstæðum kjörum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK