Ekki bara í boði í sjónvarpi Vodafone

Verði af kaupum Vodafone á ljósvaka- og fjarskiptamiðlum 365 miðla, …
Verði af kaupum Vodafone á ljósvaka- og fjarskiptamiðlum 365 miðla, tvöfaldast um það bil starfsmannafjöldi fyrirtækisins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ekki stendur til að takmarka möguleika fólks til áhorfs á línulegt efni eða tengda þjónustu eftir fjarskiptafyrirtæki, verði af kaupum Vodafone hf. á 365 miðlum. Þetta segir Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, og kveður hugsunina ekki þá að bara verði hægt að ná ljósvakamiðlum 365 í gegnum sjónvarp Vodafone.

Tilkynnt var í morgun að Voda­fo­ne og 365 miðlar hf. hafi und­ir­ritað sam­komu­lag um mögu­leg kaup Vodafone á eign­um og rekstri ljósvakamiðla og fjar­skiptaþjón­ustu 365 miðla hf.  Stefán segir Vodafone ekki hvað síst horfa til ljósvakamiðlanna í þessu sambandi. „Þar finnst okkur vera að eiga sér stað spennandi samþætting milli fjarskipta og fjölmiðla með öllum þeim tækninýjungum sem hafa orðið,“ segir hann og nefnir snjallsímana sem dæmi.

„Við erum að sjá þessa þróun hjá Vodafone erlendis, t.d. hjá Vodafone á Nýja Sjálandi og í Hollandi þar sem fyrirtækið hefur sameinast leiðandi efnisveitum á sínum mörkuðum. Hér heima er svo Síminn á fullri ferð með Sjónvarp Símans,“ segir Stefán og kveður spennandi að taka þátt í þessari þróun.

„Á móti slíkri þróun“

Síminn og Vodafone hafa lengi deilt um skilgreiningu á línulegri og ólínulegri þjónustu og segir Stefán hugsun Vodafone með mögulegum kaupum á ljósvakamiðlum 365, ekki vera þá að takmarka möguleika fólks að horfa á línulegt efni eða tengda þjónustu eftir kerfum fjarskiptafyrirtækja. „Hugsunin er ekki að bara verði hægt að ná stöðvunum á Vodafone sjónvarpi, því við erum á móti slíkri þróun.“

Stefán ítrekar þó að ferlið sé rétt að hefjast. „Við erum skráð fyrirtæki á markað þannig að við getum ekki skoðað svona tækifæri án þess að tilkynna um það svo allir fjárfestar búi yfir sömu upplýsingum.“ Væri um  tvö óskráð fyrirtæki væri að ræða þá hefði væntanlega ekki verið tilkynnt um málið fyrr en kaupsamningur væri frágenginn.

„Þetta er tilkynning um að formlegt ferli sé að hefjast miðað við ákveðnar forsendur og á næstu mánuðum verður þetta svo kannað betur,“ segir hann. Það liggi svo væntanlega fyrir fyrir jól hvort kaupsamningur komist á og á fyrri part næsta árs hvort yfirvöld samþykki samninginn. „Ferlið er að hefjast og næstu mánuðir fara í að svara öllum þeim spurningum sem vakna. Hins vegar værum við ekki að eyða tíma okkar í þetta, nema við tryðum því að þetta væri spennandi tækifæri fyrir Vodafone.“

Tvöfalda starfsmannafjöldann

Spurður út í hag Vodafone af kaupunum, nefnir hann stækkun fyrirtækisins. „Við förum úr á bilinu 13-14 milljarða veltu í 23 milljarða og tvöföldum um það bil starfsmannafjöldann. Með þessu móti náum betri nýtingu á öllum stöðum, fyrir utan að geta sótt fram og búið til skemmtilega dýnamík í starfseminni.“

Of snemmt sé hins vegar að ræða hvaða breytingar það kunni að hafa á einstökum þáttum starfseminnar, t.a.m. íslenskri dagskrárgerð og hlaðvarpsmöguleikum. „Okkar viðhorf er að gefa fólki möguleika á að njóta efnis á  sem fjölbreyttastan hátt.  Þetta er ekki gert til að draga saman seglin, heldur þvert á móti og maður myndi vilja hlúa að því sem vel er gert og gera betur.“

Fréttastofan áfram hjá Fréttablaðinu og Vísi

Kaupa ljós- og fjarskiptahluta 365 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK