Baða sig í 38 gráðu heitri bjórblöndu

Húsið verður 360 fermetrar að stærð.
Húsið verður 360 fermetrar að stærð.

Fyrsta skóflustungan að bjórheilsulind Kalda við Ársskógssand í Eyjafirði var tekin í dag. Um er að ræða 360 fermetra húsnæði sem skiptist í veitingastofu og heilsulindina.

Að sögn Agnesar Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra og eiganda Kalda, er stefnt að opnun heilsulindarinnar í vor. „Þetta samanstendur af sjö tveggja manna kerum sem í verða sérstök bjórblanda,“ segir Agnes í samtali við mbl.is. Hún segir blönduna hafa einstaklega góð áhrif á húð og hár en í henni er ungur bjór, ger og humlar og er hún 38 gráðu heit. Þá verða einnig útipottar sem geta tekið fleiri og eru hugsaðir fyrir stærri hópa.

Körin í bjórheilsulindinni munu líta einhvernveginn svona út.
Körin í bjórheilsulindinni munu líta einhvernveginn svona út.

Fyrri frétt mbl.is: Opna Kalda bjórbað

Að sögn Agnesar er töluvert um bjórheilsulindi í Tékklandi og Slóvakíu en þetta verður fyrsta bjórheilsulindin hér á landi.

Hún segir mikinn áhuga á starfsemi Kalda og var tekið á móti 12 þúsund manns í bruggsmiðju Kalda í Eyjafirði á síðasta ári. „Við gerum ráð fyrir því að sú aðsókn muni bara aukast,“ segir Agnes.

Hún segir bjórmenningu á Íslandi mjög mikla og að hún hafi aukist gríðarlega síðustu ár. „Við fögnum einmitt tíu ára afmæli á föstudaginn og við vorum fyrsta litla brugghúsið. Það er alveg frábært að sjá hversu mörg brugghús hafa verið stofnuð síðan.“

Eins og fyrst segir var fyrsta skóflustungan tekin í dag og stefnt er að því að opna með vorinu.

Ester Líf Ólafsdóttir, dóttir eigenda Kalda og Sigurður Tryggvi Konráðsson …
Ester Líf Ólafsdóttir, dóttir eigenda Kalda og Sigurður Tryggvi Konráðsson faðir Agnesar við skóflustunguna í Eyjafirði í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK