86,3 milljarða halli á vöruskiptum

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Halli á vöruskiptum nam 86,3 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra var hallinn 8,7 milljarðar króna. Vöruviðskiptajöfnuðurinn var því 77,6 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. 

Í frétt á vef Hagstofu Íslands kemur fram að í ágúst voru fluttar út vörur fyrir 40,6 milljarða króna og inn fyrir 53,6 milljarða króna fob (57,3 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í ágúst, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 13,0 milljarða króna. Í ágúst 2015 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 1,8 milljarða króna á gengi hvors árs. 

Á fyrstu átta mánuðum ársins 2016 voru fluttar út vörur fyrir 359,4 milljarða króna en inn fyrir 445,7 milljarða króna fob (474,3 milljarða króna cif). 

Á fyrstu átta mánuðum ársins 2016 var verðmæti vöruútflutnings 72,5 milljörðum króna lægra, eða 16,8%, á gengi hvors árs, en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 50,2% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 22,9% lægra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna lægra álverðs. Sjávarafurðir voru 43,6% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 12,5% lægra en á sama tíma árið áður.

Á fyrstu átta mánuðum ársins 2016 var verðmæti vöruinnflutnings 5,2 milljörðum króna hærra, eða 1,2%, á gengi hvors árs,¹ en á sama tímabili árið áður. Aðallega dróst innflutningur á hrá- og rekstrarvörum og eldsneyti saman en á móti jókst innflutningur á fjárfestingavörum og flutningatækjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK