Sterk fjárhagsstaða hjá Grindavík

Síðustu fimm ár hafa tekjur bæjarins aukist um rúm 50%, …
Síðustu fimm ár hafa tekjur bæjarins aukist um rúm 50%, þrátt fyrir að skattar hafa verið lækkaðir mbl.is/Árni Sæberg

Grindavíkurbær er aðeins eitt af tveimur sveitarfélögum landsins sem hefur engin veikleikamerki skráð á sig fyrir árið 2015. Þetta kom fram í skýrslu greiningardeildar Arion Banka sem kynnt var á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir skömmu.

Greint er frá þessu í fréttatilkynningu en þar segir jafnframt að mikil vöxtur hefur verið í Grindavík síðustu fimm ár. Þar er bent á að tekjur bæjarins hafi aukist um rúm 50%, þrátt fyrir að skattar hafa verið lækkaðir. Rekstrarafgangur bæjarins hefur aukist um rúmlega 300% á tímabilinu og frá árinu 2012 hefur verið stöðugur rekstrarafgangur, 180 – 230 milljónir króna á ári. Ráðist hefur verið í fjárfestingar fyrir 1.900 milljónir frá árinu 2011 og hafa þær allar verið fjármagnaðar með eigin fé, svo eitthvað sé nefnt.

Í tilkynningu er vitnað í Róbert Ragnarsson, bæjarstjóra Grindavíkur sem segir að með markvissri og þrautlausri vinnu bæjarstjórnar sem og starfsmanna bæjarins hafi markmið bæjarins náðst og hefur reksturinn verið afar jákvæður undanfarin ár.

„Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar haustið 2010, sem gilti fyrir árin 2011-2014, voru sett skýr fjárhagsleg markmið og aðgerðir samþykktar. Þær ákvarðanir lögðu grunninn að þeirri frábæru stöðu sem Grindavíkurbær býr nú við,“ er haft eftir Róberti sem segir þó jafnframt enga ástæðu til þess að slá slöku við.  

„Ábyrg fjármálastjórnun verður áfram stærsta verkefni starfsmanna og kjörinna fulltrúa og miðað við þann góða árangur sem náðst hefur frá 2011 er full ástæða til að ætla að árangur okkar verði áfram jafn góður og jafnvel betri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK