Dýrasta kartöfluflaga heims

Það er óhætt að segja að flagan sé falleg
Það er óhætt að segja að flagan sé falleg Af Facebooksíðu St. Erik's

Sænska brugghúsið St. Erik‘s hefur nú sett á markað dýrustu kartöfluflögu heims, sem er hönnuð til þess að passa við hágæðabjór brugghússins. 

Svo virðist sem St. Erik‘s hafi ekki fundist hefðbundnar kartöfluflögur eins og Lay's eða Pringles henta bjórnum, þannig að þeir ákváðu að framleiða sínar eigin, en St. Erik‘s er eitt helsta örbrugghús Svíþjóðar.

„Bjór í fyrsta klassa á skilið snarl í fyrsta klassa og því lögðum við okkur öll fram við að framleiða vönduðustu kartöfluflögur heims. Við erum ótrúlega stolt yfir þessari stökku niðurstöðu,“ er haft eftir vörumerkjastjóranum Marcus Friari í fréttatilkynningu.

Það sem er eflaust sérstakt við kartöfluflögur St. Eriks er að þær koma í litlum kassa, og aðeins fimm í einu. Hver flaga er handgerð úr matsutake-sveppum, sem tíndir eru í furuskógi í norður-Svíþjóð, truffluþangi úr sjónum í kringum Færeyjar, sérstöku dilli sem er handtínt í vesturhluta Svíþjóðar, lauki frá sænska bænum Leksand og sérstökum maltvökva.

Þá eru kartöflurnar sjálfar mjög sérstakar. Þær eru sagðar koma frá Ammarnäs, þar sem kartöflur eru ræktaðar í takmörkuðu upplagi í mjög brattri brekku. Er brekkan sögð erfið fyrir nútíma landbúnaðavélar, sem þýðir það að kartöflunum er plantað og þær tíndar með mannafli.

100 kartöfluflögur frá St. Erik's voru settar á sölu fyrr í mánuðinum og seldust upp næstum því samstundis. Brugghúsið rukkar næstum því 500 sænskar krónur fyrir hvern kassa, sem inniheldur eins og fyrr segir fimm flögur. Það þýðir þá að ein flaga kostar um 1.288 íslenskar krónur.

Frétt Oddity Central um málið. 

Flögurnar koma í þessum glæsilega kassa.
Flögurnar koma í þessum glæsilega kassa. Af Facebooksíðu St. Erik's
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK