Góð afkoma hjá Sjóvá

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hagnaður Sjóvár á fyrstu níu mánuðum ársins nam 1,57 milljörðum króna. Hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi ársins var 858 milljónir króna. Forstjóri félagsins segir afkomuna góða og helgast fyrst og fremst af ágætum fjárfestingartekjum.

Hagnaður félagsins á ársfjórðungnum af vátryggingastarfsemi fyrir skatta var 396 milljónir króna en 536 milljónir af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta.

Ávöxtun eignasafns félagsins var 2,2% og var hún umfram væntingar.

 „Afkoma þriðja ársfjórðungs er góð, sem helgast fyrst og fremst af ágætum fjárfestingartekjum. Vátryggingarekstur hefur styrkst frá sama tíma í fyrra og frá liðnum fjórðungum og hefur samsett hlutfall ekki verið lægra síðan á fjórða fjórðungi 2014. Sögulega séð hefur þriðji ársfjórðungur komið best út, þar sem kostnaður er lægri og tjón alla jafna minni en í öðrum fjórðungum. Sé litið til afkomu fyrir fyrstu 9 mánuði ársins verður hún í heildina að teljast góð þar sem tjónahlutfall fer lækkandi. Væntingar eru um að aðgerðir sem gripið hefur verið til færi afkomu ársins nær þeim horfum sem birtar voru í upphafi árs, þ.e. að samsett hlutfall verði á bilinu 98-100% og að afkoma fyrir skatta verði 2 til 2,5 milljarðar“, er haft eftir Hermanni Björnssyni,  forstjóra Sjóvá Almenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK