Orðið opinber samstarfsaðili Google

The Engine er nú orðið opinber samstarfsaðili Google eða „Premier …
The Engine er nú orðið opinber samstarfsaðili Google eða „Premier Google Partner“. The Engine er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur hlotnast þessi nafnbót AFP

Íslenska netmarkaðsfyrirtækið The Engine er nú orðið opinber samstarfsaðili Google eða „Premier Google Partner“. The Engine er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur hlotnast þessi nafnbót samkvæmt tilkynningu og er þessi viðurkenning sögð vera mkilvægur áfangi í starfsemi fyrirtækisins.

Google og The Engine hafa verið í samstarfi síðan fyrirtækið var stofnað árið 2014. Google og The Engine stóðu fyrir sameignilegri ráðstefnu í Hörpu á dögunum þar sem ferðaþjónustaðilar bára saman bækur sínar og fóru yfir horfur á markaði, í framhaldi af því var ákveðið að efla samstarf fyrirtækjanna tveggja enn frekar.

 „Þetta er mikilvægur áfangi í rekstri fyrirtækisins og er mikil viðurkenning á okkar starfi. Með þessari viðurkenningu vottar Google gæði þjónustunnar sem að við veitum okkar viðskiptavinum og treystir okkur til að halda utan um stór og flókin alþjóðleg verkefni,” er haft eftir Guðbirni „Begga“ Dan Gunnarssyni, framkvæmdastjória The Engine á Íslandi.

„Með þessu samstarfi fáum við aðgang að ýmsum gögnum og upplýsingum frá Google sem hjálpar okkur, og okkar viðskiptavinum gríðarlega ásamt því að hafa óheftan aðgang að okkar teymi innan Google sem staðsett er í Írlandi en þar eru Google með höfuðstöðvar sínar í Evrópu.“

Segir hann stjórnendur fyrirtækisns stolta og ánægja og að þeir hlakki til að þróa samstarfið við Google frekar og halda þessari vegferð áfram.

„Við erum það heppin að hafa fengið að koma að ótrúlega skemmtilegum verkefnum, bæði hér heima og erlendis þar sem við höfum stýrt herferðum fyrir fyrirtæki eins og Orange, Diadora, Santander, Sparibanken, Wow Air, Reykjavik Excursions, Arion Banka og Blue Car Rental svo nokkur séu nefnd.“

Guðbirni „Beggi“ Dan Gunnarsson, framkvæmdastjóri The Engine á Íslandi.
Guðbirni „Beggi“ Dan Gunnarsson, framkvæmdastjóri The Engine á Íslandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK