Kviknaði í iPhone 6 símum í Kína

Samkvæmt Neytendaráði Shanghai hefur orðið aukning í kvörtunum vegna Apple …
Samkvæmt Neytendaráði Shanghai hefur orðið aukning í kvörtunum vegna Apple vara síðustu tvo mánuði. AFP

Átta iPhone eigendur í Kína hafa tilkynnt þarlendum neytendasamtökum um galla í símunum sem veldur því að það kvikni í símunum eða að þeir einfaldlega springi. Um er að ræða síma af gerðinni iPhone 6 í öllum tilvikum.

Apple, sem framleiðir iPhone segir að „utanaðkomandi þættir“ hafi ollið eldinum í öllum tilvikum. Að sögn Apple hafa símarnir verið skoðaðir og prófaðir og að ekkert hafi komið í ljós sem bendli atvikin við framleiðslu Apple.

Þá telur Apple ekki að um sé að ræða útbreitt vandamál. „Öryggi er okkar helsta forgangsatriði og það er ekkert sem bendir til þess að við ættum að vera með áhyggjur af þessum vörum.“

Samkvæmt Neytendaráði Shanghai hefur orðið aukning í kvörtunum vegna Apple vara síðustu tvo mánuði. Til að mynda hafa komið upp kvartanir vegna þess að það slokkni að ástæðulausu á iPhone 6 og 6S símum þó svo að rafhlaðan sé fullhlaðin.

Fyrri frétt mbl.is: Fyrri frétt mbl.is: Viðurkenna galla í iPhone 6S

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK