TF-JOY til landsins í dag

Í tilkynningu WOW air kemur fram að farþegarýmið í nýju …
Í tilkynningu WOW air kemur fram að farþegarýmið í nýju Airbus A321 vélum WOW air sé einstaklega breitt og rúmgott. „Þar verða sæti fyrir 220 farþega en þessi tegund flugvéla getur þó rúmað sæti fyrir allt að 230 farþega. Fótaplássið er því meira fyrir farþega en gengur og gerist hjá öðrum lággjaldaflugfélögum.“ Ljósmynd/WOW air

Í dag kemur til landsins tólfta flugvél WOW air flotans. Um er að ræða glænýja Airbus A321-211 flugvél, árgerð 2016 sem kemur beint frá verksmiðju Airbus í Hamborg. Vélin er með tvo auka eldsneytistanka sem samkvæmt fréttatilkynningu frá WOW air auka drægi vélarinnar til mikilla muna.

Í tilkynningunni kemur fram að farþegarýmið í nýju Airbus A321 vélum WOW air sé einstaklega breitt og rúmgott. „Þar verða sæti fyrir 220 farþega en þessi tegund flugvéla getur þó rúmað sæti fyrir allt að 230 farþega. Fótaplássið er því meira fyrir farþega en gengur og gerist hjá öðrum lággjaldaflugfélögum.“

„Það er ánægjulegt að geta boðið farþegum okkar upp á nýjustu flugvélarnar á Íslandi. Nýju Airbus A321 flugvélarnar eru hljóðlátar, sparneytnar og umhverfisvænar. Við getum því með góðri samvisku haldið áfram að bjóða upp á lág verð á sama tíma og þægindin eru í fyrirrúmi,“ er haft eftir Skúla Mogensen forstjóra og stofnanda WOW air.

Flugvélin ber heitið TF-JOY sem er samkvæmt tilkynningu óður til gleðinnar og er það sagt sérstaklega viðeigandi að vélin komi til landsins rétt fyrir jól, tíma gleði og friðar.

Floti WOW air mun telja sautján flugvélar fyrir árslok 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK