Hlutabréf Takata hrynja í verði

Takata.
Takata. AFP

Hlutabréf í Takata, sem framleiðir líknarbelgi í bifreiðar, lækkuðu um 17% á hlutabréfamarkaði í Japan í dag. Ástæðan er fréttir af því að farið verði fram á að fyrirtækið verði sett í gjaldþrotameðferð og að keppinautar fyrirtækisins taki yfir starfsemi þess.

Gallaðir líknarbelgir frá fyrirtækinu skýra að mestu innkallanirnar á bifreiðum undanfarin misseri.

Ótímabærar sprengingar belgjanna tengjast að minnsta kosti 15 dauðsföllum í heiminum og alvarlegra meiðsla á fleiri hundruð einstaklingum. Rúmlega 100 milljónir líknarbelgja hafa verið innkallaðar vegna gallans.

Meðal helstu viðskiptavina Takata eru Toyota, Honda, General Motors og BMW.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK