Snekkjan A kyrrsett á Gíbraltar

Snekkjan A er engin smásmíði. Möstrin þrjú einkenna hana.
Snekkjan A er engin smásmíði. Möstrin þrjú einkenna hana. Ljósmynd/Wikipedia

Stjórnvöld á Gíbraltar hafa lagt hald á ofursnekkju rússnesks auðkýfings þar sem skipasmiðurinn segir auðmanninn enn skulda sér 16,3 milljónir Bandaríkjadala eða um 1,8 milljarða króna fyrir smíðina.

Skipið heitir einfaldlega Snekkja A. Eigandinn heitir Andrei Melnisjenkó en hönnuður hennar er Philippe Starck.

Gíbraltar er á bresku yfirráðasvæði og þar liggur Snekkjan A nú við landfestar og mun hvergi fara á næstunni.

Snekkjan er skráð á Bermúda. Það var skipasmíðastöðin Nobiskrug sem smíðaði hana. Snekkjan er engin smásmíði. Hún er 143 metrar að lengd og á henni eru þrjú möstur, það hæsta um 100 metrar. 

Snekkjan kostaði, að því er fram kemur í frétt BBC, að minnsta kosti 400 milljónir evra, um 47 milljarða króna. Hún er búin fullkomnustu siglingatækjum.

Hafnarmálayfirvöld á Gíbraltar segir að oftast séu skip, sem tekin eru upp í skuld með þessum hætti, seld á uppboði. 

Engar fréttir hafa enn borist af viðbrögðum Melnisjenkós en hann hefur hagnast gríðarlega á sölu áburðar, kola og annars tengdu orkugeiranum, segir í frétt BBC.

Sjá frekar um snekkjuna á Wikipedia

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK