Álver Century Aluminum í Helguvík verður ekki að veruleika

Helguvík.
Helguvík. mbl.is

152,2 milljóna Bandaríkjadala tap var skráð vegna álversverkefnisins í Helguvík í ársfjórðungstölum Century Aluminum fyrir síðasta ársfjórðung síðasta árs. Century Aluminum er móðurfélag Norðuráls.

Greint var frá þessu á Kjarnanum í gær og segir þar að með þessu sé orðið formlega ljóst að uppbygging á álveri í Helguvík verði ekki að veruleika. Vitnað er í alþjóð­legan gerð­ar­dóm sem féll fyrir jól, sem komst að þeirri nið­ur­stöðu að HS Orka þyrfti ekki að standa við ákvæði raf­orku­samn­ings sem fyr­ir­tækið und­ir­rit­aði við Norð­urál Helgu­vík árið 2007.

Í grein Kjarnans kemur fram að sá samn­ingur hafði verið um hluta af þeirri orku sem átti að nota í álver­inu, en í mjög langan tíma hefur HS Orka reynt að losna undan samn­ingn­um, enda verið stað­fest að hann gæti ekki skilað fyr­ir­tæk­inu arð­sem­i.

Þá er einnig bent á að forstjóri HS Orku og forstjóri Landsvirkjunar hafi sagt að  heims­mark­aðs­verð á áli þyrfti að hækka um tugi pró­senta til þess að álver í Helgu­vík myndi bera sig.

Greint Kjarnans í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK