Nýir meðeigendur hjá Noma

Veitingamaðurinn í Noma, Rene Redzepi.
Veitingamaðurinn í Noma, Rene Redzepi. AFP

Ali Sonko, 62 ára innflytjandi frá Gambíu og starfsmaður við uppvask á danska veitingastaðnum Noma í meira en áratug, er orðinn einn af eigendum staðarins. Noma er einn besti veitingastaður heims.

Í frétt The Local kemur fram að Sonko hafi komið til starfa í eldhúsi Noma fljótlega eftir að staðurinn var opnaður 2003. Hann varð tákn Noma eftir að yfirmatreiðslumaðurinn René Redzepi og fleiri starfsmenn Noma mættu upp á svið í London árið 2010, þegar Noma var í fyrsta skiptið valinn besti veitingastaður heims, í stuttermabolum með mynd af Ali Sonko.

Til stóð að Sonko yrði viðstaddur athöfnina ásamt öðru starfsfólki en þar sem hann lenti í vandræðum með að fá vegabréfsáritun til Bretlands gat hann ekki fylgt félögum sínum. En þegar Noma varð fyrir valinu sem veitingastaður ársins árið 2012 tókst að útvega vegabréfsáritun í tíma og flutti hann þakkarræðuna fyrir hönd Noma.

Redzepi tilkynnti um ákvörðun sína um að gera Sonko að meðeigenda á laugardagskvöldið en það var síðasta kvöldið á núverandi stað í Kristjánshöfn. Noma hefur nú verið lokað en stefnt er að opnun á nýjum stað 1. desember.

„Ali er hjartað og sálin í rekstri Noma. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það skiptir miklu máli að vera með fólk eins og Ali í vinnu,“ sagði Redzepi. Hann segir að Ali sé alltaf brosandi og skiptir þar engu hvernig börnin hans tólf hegða sér. Pabbi minn hét Ali og hann starfaði einnig við uppvask þegar hann kom til Danmerkur bætti Redzepi við í ræðu sinni. 

Arkitektastofan Brarke Ingels Group annast hönnun Noma á nýjum stað en vegna þess að loka þurfti staðnum stærsta hluta ársins missti Noma Michelin-stjörnurnar tvær sem staðurinn hefur státað af allt frá árinu 2008.

Auk Sonko, yfirþjónn Noma, Lau Richter og Ástralinn James Spreadbury, sem hefur verið framkvæmdastjóri Noma í átta ár, voru gerðir að meðeigendum.

The Local

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK