Tengist ekki vafasömum viðskiptum

mbl.is/Júlíus

„Borgun telur sig hafa framkvæmt áreiðanleikakannanir á viðskiptavinum samkvæmt verklagshefð á Evrópska efnahagssvæðinu þegar sambærileg viðskipti eru annars vegar,“ segir í fréttatilkynningu frá Borgun vegna frétta af því að Fjármálaeftirlitið (FME) hafi vísað máli tengdu félaginu til héraðssaksóknara í kjölfar athugasemda við verklag og eftirlit vegna áreiðanleikakannana á erlendum viðskiptavinum.

„FME hefur hins vegar gert athugasemdir við hvernig gagna hefur verið aflað og hvernig áreiðanleiki þeirra hefur verið tryggður. Borgun tekur athugasemdum FME alvarlega eins og fram kom í yfirlýsingu Borgunar sl. föstudag. Fyrirtækið mun tryggja í samstarfi við FME að starfsemin fullnægi ýtrustu skilyrðum laga m.t.t. könnunar á áreiðanleika viðskiptamanna og skyldum þáttum,“ segir enn fremur.

Unnið sé að innleiðingu þeirra ráðstafana sem Borgun þurfi að grípa til og stefnt að því að allri vinnu af hálfu félagsins til að uppfylla kröfur FME um úrbætur verði lokið innan tveggja mánaða. Rangt sé að Borgun hafi ekki framfylgt fyrirmælum FME. Félagið hafi þegar sagt upp öllum viðskiptum sem FME gerði kröfu um að yrði sagt upp.

„Ranglega hefur verið fullyrt að stóraukin umsvif Borgunar utanlands tengist vafasömum viðskiptum sem önnur kortafyrirtæki vilji ekki sinna. Borgun hefur starfað á alþjóðlegum greiðslumiðlunarmarkaði frá því um árið 2000. Viðskiptin hafa vaxið jafnt og þétt á síðustu árum,“ segir áfram. Borgun uppfylli öll skilyrði alþjóðlegu kortafélaganna í starfsemi sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK