Deilt um Óttalausu stúlkuna

Stúlkunni var komið fyrir andspænis nautinu á alþjóðleg­um bar­áttu­degi kvenna.
Stúlkunni var komið fyrir andspænis nautinu á alþjóðleg­um bar­áttu­degi kvenna.

Óttalausa stúlkan verður fjarlægð af Wall Street 2. apríl ef ákvörðun um annað verður ekki tekin. Borgarstjóri segist ætla að reyna að tefja það en þúsundir hafa beðið um að styttan verði varanleg. Aðrir segja hana breyta merkingu nautsins fræga og vilja hana í burtu.

Stytt­unni var komið fyr­ir á and­spæn­is naut­inu fræga á Wall Street á alþjóðleg­um bar­áttu­degi kvenna 8. mars og er henni ætlað að vekja at­hygli á skert­um hlut kvenna í fjár­mála­geir­an­um. 

Nú hafa rúmlega 37 þúsund manns skrifað undir áskorun um að halda styttunni en markmiðið er að ná 40 þúsund undirskriftum. Segja þeir sem standa að undirskriftasöfnuninni að baráttan fyrir jafnrétti sé ekki eitthvað sem aðeins eigi við á tyllidögum. 

Aðrir eru ósammála og telja hana gera nautið að einhverju sem því var ekki ætlað að vera. The Denver Post ræddi meðal annars við nokkra vegfarendur um málið og sagði ein kona að nautið stæði fyrir karlmenn og völd. Stúlkan væri mótvægi við því og til marks um þær breytingar sem eru að eiga sér stað í heiminum í dag.

Höfundur nautsins vill stúlkuna burt

Arturo Di Modica, myndhöggvarinn sem gerði nautið, vill að stúlkan verði fjarlægð. Hann segir nautið standa fyrir Bandaríkin, hagsæld og styrk. Nautinu var komið fyrir á Wall Street eftir markaðshrunið 1987 þegar Dow Jones vísitalan lækkaði um fimmtung á einum degi. Var því ætlað að tákna þrautsegju bandaríska fjármálakerfisins.

Kristen Visbal, sem gerði styttuna af Óttalausu stúlkunni, segist mikill aðdáandi nautsins. Hins vegar séu konur komnar til að vera.

Talsmaður borgaryfirvalda í New York vildi ekki segja hvenær ákvörðun yrði tekin en Bill de Blasio borgarstjóri hefur þó sagst ætla að reyna að fresta því að styttan af stúlkunni verði fjarlægð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK