Framtíðin björt í upplýsingatækni

Tikiri Wanduragala.
Tikiri Wanduragala. Mynd/Lenovo

Heimsþekktur sérfræðingur í upplýsingatækni segir að framtíð Íslands í upplýsingatækni sé afar björt þegar horft er til þess að landið búi yfir nánast ótakmarkaðri grænni orku, sem er ein helsta hindrunin þegar kemur að þróun á nýrri tækni. Græn orka færi landinu gríðarlegt forskot.

Tikiri Wanduragala, sérfræðingur frá Lenovo sem hélt erindi hjá Nýherja á dögunum, segir að stærð fyrirtækja sé ekki lengur þröskuldur þegar komi að útfærslu á nýjum hugmyndum. Netið og ný tækni hafi opnað margar dyr og nú geti einstaklingar, fyrirtæki eða lönd, sem hafi vilja til þess að nýta sér nýja tækni, hugsað stórt og fengið óheftan aðgang að heiminum.

Hann segir að tækni sem muni auka afkastagetu og auðga líf fólks verði áfram til staðar. Við lifum á tímum þar sem ný tækni sé sífellt að líta dagsins ljós og valda óvissu á mörgum sviðum. Hins vegar sé ekki allt gull sem glóir, sumar lausnir og græjur séu einungis leikföng. 

„Sú tækni sem mun auka afköst og hjálpa okkur að tengjast betur hvort öðru mun lifa til framtíðar,“ segir Tikiri.

Hér má sjá stutt viðtal við Tikiri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK