Vilja selja Malbikunarstöðina Höfða

Markaðshlutdeild Höfða í útboðum Reykjavíkurborgar er þreföld samanborið við útboð …
Markaðshlutdeild Höfða í útboðum Reykjavíkurborgar er þreföld samanborið við útboð Vegagerðarinnar. mbl.is/Júlíus

Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, lögðu til á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs að ráðið samþykkti áskorun til borgarráðs um að fara í söluferli á Malbikunarstöðinni Höfða, sem er að fullu í eigu Reykjavíkurborgar.

Tillögunni var vísað frá þar sem hún var ekki talin falla undir málefnasvið ráðsins.

Í svari við fyrirspurn mbl um málið segir Halldór að beðið verði með tillöguna að minnsta kosti fram til næsta fundar í borgarráði.

Í tillögu Halldórs og Hildar segir að ástæður hennar séu tvíþættar. Annars vegar að eignarhald borgarinnar á Höfða sé ósamrýmanlegt sjónarmiðum um heilbrigða samkeppni og hagkvæma opinbera þjónustu og hins vegar að færa megi lagarök fyrir því að eignarhaldið sé ólögmætt. 

Viðskiptaráð Íslands skrifaði greinargerð um Malbikunarstöðina í janúar og þar kemur fram að eignarhald Reykjavíkurborgar virðist hafa hjálpað fyrirtækinu í samkeppni við einkaaðila.

Markaðshlutdeild Höfða í útboðum Reykjavíkurborgar er þreföld samanborið við útboð Vegagerðarinnar. Segir Viðskiptaráð að með eignarhaldi á fyrirtækinu skapi borgin hagsmunaárekstur sem grafi undan frjálsri samkeppni í atvinnugreininni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK