Munu segja framkvæmdastjóranum upp

Ford hefur átt erfitt síðustu misseri en verð á hlutabréfum …
Ford hefur átt erfitt síðustu misseri en verð á hlutabréfum fyrirtækisins hefur lækkað um rúman þriðjung á þremur árum. AFP

Bílaframleiðandinn Ford ætlar sér að reka framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Mark Fields, vegna lélegrar sölu í Bandaríkjunum og Kína síðustu misseri.

AFP segir frá þessu og vitnar í ónefndan heimildarmann. Þar segir jafnframt að Ford ætli að ráða Jim Hackett sem nýjan framkvæmdastjóra fyrirtækisins en hann stýrir í dag deild fyrirtækisins sem sér um þróun sjálfstýrandi bíla.

Ford hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 9:45 að staðartíma eða klukkan 13:45 að íslenskum tíma í höfuðstöðvum sínum í Michigan. Þá er gert ráð fyrir því að Jim Farley, fyrrverandi framkvæmdastjóri Toyota muni vera ráðinn í einhvers konar stjórnunarstöðu hjá Ford.

Flestum af þeim stjórnendum, sem voru ráðnir af fyrrverandi framkvæmdastjóra Ford, Alan Mulally, sem stjórnaði fyrirtækinu í átta ár til ársins 2014, verður jafnframt sagt upp störfum að sögn heimildarmanna.

Ford hefur átt erfitt síðustu misseri en verð á hlutabréfum fyrirtækisins hefur lækkað um rúman þriðjung á þremur árum. Þá hefur hagnaður fyrirtækisins minnkað um 38% á síðasta ári og greindi Ford nýlega frá áætlunum sínum um að leggja niður 1.400 störf í Norður-Ameríku og Asíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK