Ráðast í risastóra björgun banka

Pier Carlo Padoan, fjármálaráðherra Ítalíu.
Pier Carlo Padoan, fjármálaráðherra Ítalíu. AFP

Ítalska ríkið mun fara í aðgerðir sem kosta munu allt að 17 milljarða evra til að bjarga tveimur feneyskum bönkum frá gjaldþroti, eða tæpa 2.000 milljarða íslenskra króna. Þetta tilkynnti ríkisstjórnin í dag. Kostnaðurinn verður um 5 milljarðar evra, um 580 milljarðar króna, þegar í stað, að sögn fjármálaráðherrans, Pier Carlo Padoan.

Bankanir tveir eru Banca Popolare di Vicenza og Veneto Banca. Báðir eru á barmi gjaldþrots og hafa leiðtogar Evrópusambandsins hvatt Ítali til að fara í neyðaraðgerðir sem m.a. felast í tilfærslu fjármagns innan fjármálakerfisins. 

Með aðgerðum sem stjórnvöld hafa nú ákveðið að ráðast í verður komið á jafnvægi í feneyska hagkerfinu og starfsemi bankanna í Feneyjum tryggð, að sögn Padoans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK