Pálína nýr framkvæmdastjóri hjá Eik

Eik á m.a. Glæsibæ. Mynd úr safni.
Eik á m.a. Glæsibæ. Mynd úr safni.

Pálína Gísladóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Eikar fasteignafélags hf. Hún mun taka við starfinu af Arnari Hallssyni með haustinu. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Pálína er með BSc gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í byggingarverkfræði frá sama skóla.

Í tilkynningunni segir að Pálína hefur víðtæka reynslu þegar kemur að stýringu stórra verkefna. Hún kom m.a. að þróun og hönnun hótels, atvinnu- og íbúðakjarnans sem nú er í byggingu við Hörpu ásamt mörgum öðrum verkefnum. Frá árinu 2000 hefur hún starfað hjá Mannviti verkfræðistofu eða dótturfyrirtækjum Mannvits. Pálína hefur einnig setið í ýmsum stjórnum yfir langt skeið eins og stjórn Mannvits, HRV og Brunns.

Pálína Gísladóttir, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Eikar fasteignafélags
Pálína Gísladóttir, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Eikar fasteignafélags

 

„Það verður mikill liðsstyrkur fyrir Eik fasteignafélag að fá Pálinu til starfa enda er hún með góða reynslu sem mun nýtast félaginu vel,“ er haft eftir Garðari Hannesi Friðjónssyni forstjóra Eikar.

„Garðar vill þakka Arnari Hallssyni, fráfarandi framkvæmdastjóra framkvæmdasviðs Eikar, fyrir vel unnin störf undanfarin ár sem hafa verið viðburðarík hjá Eik fasteignafélagi og óskar honum velfarnaðar á nýjum stað. Arnar hefur stofnað ráðgjafafyrirtækið Atlas Ráðgjöf - Þróun og mannvirkjagerð ehf., sem mun sérhæfa sig í hönnunarstjórn, framkvæmdaráðgjöf og stýriverktöku.

Þá vill Garðar jafnframt þakka þann mikla áhuga á félaginu sem fjölmargar góðar umsóknir í starfið báru vitni um,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK