Flugfargjöld hækka um 11,6%

Mannþröng í Leifsstöð.
Mannþröng í Leifsstöð. mbl.is/Sigvaldi Kaldalóns

Vísitala neysluverðs er óbreytt frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkar um 0,41% frá maí 2017. Þetta þýðir að verðbólga, mæld á tólf mánaða tímabili, er 1,5%. Verðbólga hefur ekki mælst jafn lítil á Íslandi síðan í ágúst í fyrra.

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkar um 1,2% (áhrif á vísitöluna 0,24%). Verð á mat og drykkjarvörum lækkar um 1,2% (áhrif á vísitölu -0,16%). Flugfargjöld til útlanda hækka um 11,6% (0,13%). Verð á fötum hækka um 3,5% (0,11%) en vörur og þjónusta tengd tómstundum og menningu lækka um 1,2% (-0,12%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan án húsnæðis hefur lækkað um 3,1%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK