Sex þúsund koma með skipi á morgun

Frá Skarfabakka í Sundahöfn síðasta sumar.
Frá Skarfabakka í Sundahöfn síðasta sumar. mbl.is/Rax

Stærsti dagur sumarsins í skemmtiferðaskipakomum til Reykjavíkur til þessa verður á morgun. Von er á rétt tæplega sex þúsund farþegum með fjórum skipum, þeim Arcadia, Insignia, Hanseatic og MSC Preziosa, en það síðastnefnda er stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Reykjavíkur í ár.

Í ár eru 133 skráðar skipakomur hjá Faxaflóahöfnum og því enn eitt metárið hjá þeim. Í fyrra voru skipakomurnar 114 talsins og farþegarnir 98.676 en í ár eru þeir rúmlega 127 þúsund.

Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna, segir að vel þurfi að huga að skipulagningunni á dögum sem þessum, ekki aðeins á hafnarsvæðinu heldur einnig á vinsælum ferðamannastöðum svo ekki séu ekki ferðamennirnir að heimsækja sömu staðina á sama tíma. 

Stærsti dagur sumarsins verður þó ekki fyrr en 31. ágúst þegar von er á 7.710 farþegum á einum degi með fjórum skipum. Erna segir að miðað sé við að taka ekki á móti meira en fimm til sex þúsund ferðamönnum á dag en þegar fjöldinn fari fyrir ofan viðmiðunarmörkin séu sendar út viðvaranir og hugað sérstaklega vel að skipulagningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK