Aukinn áhugi á óverðtryggðum íbúðalánum

ÍbúðalánLægri vextir leiða til aukinna vinsælda óverðtryggðra lána.
ÍbúðalánLægri vextir leiða til aukinna vinsælda óverðtryggðra lána. mbl.is/RAX

Undanfarnar vikur og mánuði hefur áhugi lántakenda á óverðtryggðum íbúðalánum færst í vöxt samhliða lækkandi vöxtum.

Í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag telja viðmælendur blaðsins að vinsældir óverðtryggðra lána gætu aukist enn frekar á næstu mánuðum. Það færi þó eftir næstu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans hinn 23. ágúst næstkomandi.

„Við höfum orðið vör við talsvert aukinn áhuga á óverðtryggðum lánum, lækkandi vextir ýta á það en að sama skapi hafa verðtryggðu lánin verið mjög hagstæð í lágri verðbólgu,“ segir Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. „Við höfum séð aukningu í nýjum óverðtryggðum íbúðalánum í sumar í kjölfar vaxtalækkana í vor en þetta verður sennilega orðið marktækara seinni hluta næsta mánaðar og verður fróðlegt að sjá hvort áframhald verði á þessari þróun,“ segir Finnur Bogi Hannesson, vörustjóri og útibússtjóri íbúðalána hjá Íslandsbanka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK