Nóttum á hótelum fjölgaði um 6%

Rúmlega helmingur allra gistinátta var á höfuðborgarsvæðinu.
Rúmlega helmingur allra gistinátta var á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gistinætur á hótelum í júní voru 392.900 sem er 6% aukning miðað við júní 2016. Um 55% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu eða 217.800, sem er 3% aukning miðað við júní 2016. Gistinætur á Suðurnesjum voru 25.800, sem er 55% aukning frá fyrra ári en einnig var 11% aukning á Suðurlandi, þar sem gistinætur voru 73.200. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar

Gistinætur á Vesturlandi og Vestfjörðum voru 23.000 og á Austurlandi voru þær 16.200 en þeim fækkaði í báðum tilvikum er 3% frá sama tíma í fyrra. 

Bandaríkjamenn voru með flestar gistinætur í júní eða með 113.300, svo Þjóðverjar með 61.600 og Bretar með 33.600, en íslenskar gistinætur í júní voru 23.800. Gistinætur erlendra gesta voru 94% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum, en þeim fjölgaði um 8% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 15%. 

Á tólf mánaða tímabili frá júlí 2016 til júní 2017 var heildarfjöldi gistinátta á hótelum 4.165.000 sem er 27% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK