Höft stuðla að gengissveiflum

Vonandi afnemur Seðlabankinn höftin, segir Agnar Möller hjá GAMMA.
Vonandi afnemur Seðlabankinn höftin, segir Agnar Möller hjá GAMMA. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gengi krónu hefur veikst um 16% gagnvart evru og 11% gagnvart dollar frá júní. Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, segir að höft á innflæði erlends fjármagns leiði til þess að krónan sveiflist meira en efni standa til. Fjármagn leiti úr landi eftir að gjaldeyrishöftin voru afnumin í mars á sama tíma og erlendir skuldabréfafjárfestar eigi ekki greiða leið inn.

„Vonandi bregst Seðlabankinn við með skynsamlegum hætti og afnemur innflæðishöftin. Ef af yrði gæti krónan fundið jafnvægi og dregið yrði úr gengissveiflum,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Á sama tíma og lífeyrissjóðir dragi sig í auknum mæli út af innlendum skuldabréfamarkaði, einkum í óverðtryggðum skuldabréfum, séu erlendir skuldabréfafjárfestar að mestu útilokaðir af skuldabréfamarkaðnum. Þar sem erlendir aðilar hafa nær eingöngu fjárfest í óverðtryggðum skuldabréfum hefur þessi þróun ásamt gengisveikingunni ýtt verulega upp verðbólguálagi á skuldabréfamarkaði undanfarið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK