Flugvirkjar og Icelandair funda í dag

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fulltrúar Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair hafa fundað frá því kl. 13 í dag hjá ríkissáttasemjara í því skyni komast að samkomulagi um kjarasamninga. 

Félag­ar í Flug­virkja­fé­lagi Íslands sem starfa hjá Icelanda­ir ehf. boðuðu í gær til verk­falls ótíma­bundið frá klukk­an 06:00 að morgni 17. des­em­ber. Alls starfa 280 flug­virkj­ar hjá Icelanda­ir og í heild­ina eru rúm­lega 500 flug­virkj­ar í Flug­virkja­fé­lagi Íslands.

Samn­ing­ar flug­virkja við Icelanda­ir losnuðu 31. ág­úst og var kjaraviðræðunum vísað til rík­is­sátta­semj­ara 8. sept­em­ber. Síðan þá hef­ur verið fundað margsinn­is, án ár­ang­urs. Ní­undi sátta­fund­ur flug­virkja og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, fyr­ir hönd Icelanda­ir, fór fram á mánu­dag­inn. 

Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, sagðist í gær vera bjartsýnn á að ekki komi til röskunar á flugi. Óskar Ein­ars­son, formaður Flug­virkja­fé­lags Íslands, vildi ekki tjá sig um málið í sam­tali við mbl.is.

Ekki hefur verið ákveðið hvort þráðurinn verði tekinn upp á morgun eða mánudag, náist ekki samningar í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK