20 borgir koma til greina hjá Amazon

238 borgir sóttust eftir því að fá til sín nýjar …
238 borgir sóttust eftir því að fá til sín nýjar höfuðstöðvar Amazon. AFP

Netverslunarrisinn Amazon hefur birt lista yfir þær tuttugu borgir sem koma til greina sem aðrar höfuðstöðvar fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Amazon er stærsta netverslun heims og hefur vaxið á ógnarhraða undanfarin ár. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Seattle í Washington-ríki á norðvesturströnd Bandaríkjanna, en nú stendur til að opna aðrar höfuðstöðvar.

Fyrirhugað svæði mun kosta um 5 milljarða bandaríkjadala (rúma 500 milljarða króna) og áætlað að um 50.000 störf skapist. Margar borgir berjast því um hituna og eru þær til í að ganga mislangt til að heilla stórfyrirtækið.

Sérmeðferð í skattamálum

Í krafti stærðar sinnar og mikilvægis fyrir þann sem hreppir hnossið, getur fyrirtækið gert kröfur um sérmeðferð sem venjulegum fyrirtækjum stæði aldrei til boða.

Þannig hefur New Jersey-ríki til að mynda lofað fyrirtækinu 7 milljörðum dala í skattahvata fyrir að opna í Newark í ríkinu. Tekjur fyrirtækisins námu á síðasta ári um 140 milljörðum dala.

Boston er ein þeirra borga sem eftir standa.
Boston er ein þeirra borga sem eftir standa. AFP

Leitin hófst í september og lagði fyrirtækið umsækjendum ítarlegar kröfur. Borgin skyldi hafa minnst milljón íbúa, fjölbreytta íbúasamsetningu, viðskiptavænt umhverfi, góða skóla og pláss fyrir 50.000 manna þorp. „Þegar stórfyrirtæki segja „viðskiptavænt“ umhverfi er það dulmál fyrir ölmusur til fyrirtækja og regluverk sem stefnir að því að auka hagnað stórfyrirtækjanna og færa byrðar á hinn almenna vinnandi mann,“ segir Kshama Sawant, jafnaðarmaður í borgarstjórn Seattle.

238 borgir sóttu upphaflega um en nú hefur fyrirtækið síað stærstan hluta þeirra út.

Eftir standa Atlanta, Austin í Texas, Boston, Chicago, Columbus í Ohio, Dallas, Denver, Indianapolis, Los Angeles, Miami, Montgomery County í Maryland, Nashville, Newark, New York, Norður-Virginía, Philadelphia, Pittsburgh, Raleigh í Norður-Karólínu, Toronto í Kanada og Washington.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK