Kaupin á Geirlandi ganga í gegn

Fagrifoss í Geirlandsá. Þar er sjálfsagður áningarstaður á leiðinnni inn …
Fagrifoss í Geirlandsá. Þar er sjálfsagður áningarstaður á leiðinnni inn að Lakagígum. mbl.is/Gísli Sigurðsson

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures og Geirlands. Geirland hefur rekið 40 herbergja hótel að Geirlandi í Skaftárhreppi, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, en ekki verið með aðra starfsemi á ferðaþjónustumarkaði.

Með samrunanum tekur Arctic Adventures yfir allan rekstur Geirlands en Arctic Adventures starfar sem eignarhaldsfélag um fyrirtæki í ferðaþjónustu á meðan Geirland hefur rekið 40 herbergja hótel að Geirlandi í Skaftárhreppi.

Um er að ræða láréttan samruna sem tekur til markaðar fyrir hótelrekstur annars vegar og markaðar fyrir veitingarekstur hins vegar, á Suðurlandi.

Samrunaaðilar starfa á ótengdum mörkuðum og eykur því enginn samrunaaðila við markaðshlutdeild sína eða styrkir hana í kjölfar samrunans, að því er kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Er því ekki talin ástæða til að aðhafast vegna samrunans. 

Arctic Adventures á alla hluti í Adventure Hotels en önnur félög sem Arctic Adventures fer beint eða óbeint með yfirráð yfir eru Straumhvarf, Extreme Iceland, Arctic Seatours, Scuba Iceland og Austari sem starfar undir vörumerkinu Viking Rafting og Viking Car Rental. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK